Lengjudeildarmörkin eru á dagskrá í kvöld eins og eftir hverja umferð í Lengjudeild karla.
Þættirnir eru aðgengilegir hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar.
Íþróttablaðamaðurinn Helgi Fannar Sigurðsson og sérfræðingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra skútunni að vanda og fara yfir allt það helsta í 19. umferð, þar sem toppbaráttan harðnaði til að mynda allsvakalega.
Þáttinn má sjá hér að neðan.