fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Dæmdur nauðgari fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Áverkar á konunni víðsvegar um líkamann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 18:00

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur synjaði Finni Þ. Gunnþórssyni um áfrýjunarleyfi en hann var sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi og Landsrétti. Landsréttur þyngdi refsingu hans úr tveimur og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi.

Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað í október árið 2019 en konan kærði Finn um mánuði síðar. Fólkið hittist á skemmtistað og þekktist ekki. Fóru þau af staðnum heim til Finns og voru samkvæmt framburði bæði tilbúin til kynlífs. Konan bar hins vegar að er þau höfðu afklæðst hefði Finnur beitt hana hörku og ofbeldi og meðal annars slegið hana. Ekkert af því sem gerðist milli þeirra í rúminu hafi verið með hennar samþykki.

Finnur neitaði því að hafa beitt konuna hörku eða ofbeldi og sagði mök þeirra hafa verið róleg og blíð. Hafi hann sýnt konunni nærgætni. Þetta var hins vegar ekki í samræmi við niðurstöðu réttarfarslegrar rannsóknar sem leiddi í ljós áverka á konunni víðsvegar um líkamann, m.a. ummerki eftir bit og klípur. Taldi héraðsdómur á sínum tíma þá lýsingu ekki samrýmast því ofbeldislausa kynlífi sem Finnur bar að hann hefði stundað með konunni.

Taldi málið hafa fordæmisgildi

Í niðurstöðu Hæstaréttar segir um málatilbúnað Finns:

„Leyfisbeiðandi byggir á því að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um afturköllun samþykkis í málum sem varði brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga eins og ákvæðinu hafi verið breytt með 1. gr. laga nr. 16/2018. Ekki hafi reynt á túlkun þess fyrir Hæstarétti með þeim hætti sem um ræði í málinu. Þá telur leyfisbeiðandi verknaðarlýsingu ákæru ekki nægilega skýra en fyrir liggi að samþykki brotaþola hafi legið fyrir við upphaf kynferðismaka. Að lokum byggir leyfisbeiðandi á því að í dómi héraðsdóms hafi niðurstaðan orðið sú að ósannað væri að leyfisbeiðandi hefði gerst sekur um að hafa rifið mörgum sinnum í hár brotaþola og troðið hönd sinni mörgum sinnum upp í munn hennar, svo sem ákært hefði verið fyrir.“

Hæstiréttur fellst ekki á að málið hafi almennt fordæmisgildi og hafnar málskotsbeiðni Finns: „Af framangreindu er ljóst að áfrýjun til réttarins mun ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar,“ segir meðal annars í niðurstöðunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT