Matheus Nunes hefur látið Wolves vita af því að hann vilji ganga í raðir Manchester City.
Úlfarnir hafa þegar hafnað um 47 milljóna punda tilboði City og í morgun var greint frá því að Englandsmeistararnir væru að leggja fram um 52 milljóna punda tilboð.
Félagaskiptaglugginn lokar í lok vikunnar og þarf City því að ganga frá kaupum á Nunes fyrir þann tíma.
Nunes hefur verið settur til hliðar af Wolves og mun koma inn í leikmannahópinn á ný ef hann verður enn leikmaður félagsins eftir gluggalok.
🚨 Matheus Nunes has stopped training with Wolves + expressed wish to join Man City. #WWFC rejected €55m #MCFC bid & plan to stand firm unless valuation met. 25yo will face disciplinary action + be reintegrated post-window if no deal struck @TheAthleticFC https://t.co/5frO5pnF0U
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 28, 2023