fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Björn Leví vill að þú fáir frí þegar það á að vera frí

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2023 16:30

Björn Leví Gunnarsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ritar í dag pistil í Morgunblaðið þar sem hann boðar að á komandi þingi muni hann leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um 40 stunda vinnuviku. Kveður frumvarpið á um að beri frídag, eins og t.d. 17. júní, upp á laugardag eða sunnudag skuli frídagurinn færast á næsta virka dag á eftir sem ekki er frídagur.

Björn segir að um sé að ræða lítið mál en það þurfi að sinna þeim alveg eins og stóru málunum. Hann segist hafa lagt frumvarpið fram á síðasta þingi en það hafi ekki hlotið náð fyrir augum meirihluta þingheims. Lögin um 40 stunda vinnuviku séu hins vegar gölluð og þess vegna muni hann leggja frumvarpið fram að nýju á komandi þingi:

„Það er nefnilega þannig að stundum lendum við í því að frídagarnir okkar lenda á helgi og fríið sem við áttum að fá verður ekkert rosalega mikið frí. Flest þekkjum við árin þar sem jóladagur og annar í jólum eru á laugardegi og sunnudegi, til dæmis. Önnur ár eru kannski jóladagur og annar í jólum á mánudegi og þriðjudegi.“

Hann segir að þetta muni kannski ekki eins miklu fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu eða er alltaf í vinnunni en það skipti á endanum ekki höfuðmáli:

„En þegar allt kemur til alls þá er það prinsippið sem skiptir máli. Alla jafna, þegar það á að vera frí, ætti að vera frí. Frí sem við fáum aukalega samkvæmt lögum ætti ekki að vera tekið af okkur af því að viðkomandi frídagur lendir á öðrum frídegi.“

Björn gerir í pistlinum grein fyrir fyrirkomulagi þessara mála í Svíþjóð og Bretlandi en þar er heimilt að taka a.m.k. suma frídaga út á virkum dögum lendi frídagarnir á laugardegi eða sunnudegi.

Björn biður alla sem hafa áhuga á að þær breytingar sem frumvarp hans kveður á um nái fram að ganga að skrá sig sem meðmælendur sem hægt er að gera á þessari vefsíðu.

Á síðunni stendur að um sé að ræða „meðflutningsbeiðni“.

Um það segir á síðunni:

„Hvað er meðflutningur? Samkvæmt stjórnarskránni geta þingmenn og ráðherrar lagt fram mál á þingi. Allir sem eru meðflytjendur eiga einnig hlut í því að leggja fram þingmálið. Meðflutningur er yfirlýsing um vilja til þess að breyta lögum.“

„Eins og fram kemur í stjórnarskrá eru það bara þingmenn og ráðherrar sem geta lagt fram mál á þingi (forsetinn líka ef fólk vill vera tæknilegt). Það þýðir að ekki er hægt að skrifa neinn annan sem formlegan meðflytjanda, en það er hægt að tiltaka aðra meðflytjendur í greinargerð frumvarpsins. Frumvarpið er hér fyrir neðan og þar sem stendur Flm: Björn Leví Gunnarsson o.fl. – þar munu vera nöfn allra þingmanna sem vilja vera meðflytjendur en í greinargerð munu allir aðrir vera skráðir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“