West Ham hefur verið tjáð af Manchester United að eins og staðan er í dag er Harry Maguire ekki á förum frá félaginu.
West Ham var talið nálægt því að fá Maguire á dögunum en fyrrum fyrirliði félagsins heimtar alvöru upphæð frá United ef hann á að fara.
Maguire er þrítugur varnarmaður sem West Ham vill kaupa en launapakkinn hjá West Ham er ekki á pari við það sem hann er með hjá United.
Maguire var sviptur fyrirliðabandinu í sumar af Erik ten Hag og vill hollenski stjórinn helst losna við hann.
Maguire vill hins vegar ekki fara fet nema United taki upp veskið en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.