Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spilin sín eins og venjan er eftir hverja umferð i ensku úrvalsdeildinni. Eftir aðra umferðina var tölvan á því að Manchester United og Liverpool myndu ekki ná Meistaradeildarsæti.
Eftir sigra hjá báðum liðum um helgina hefur Ofurtölvan aðra skoðun og telur að efstu þrjú sæti deildarinnar verði alveg eins og í fyrra.
Tölvan telur svo að Liverpool komist upp í fjórða sætið þegar talið verður úr pokanum í lok móts.
Þrátt fyrir góða byrjun Tottenham hefur Ofurtölvan ekki trú á því að liðið geti náð Meistaradeildarsæti.
Svona telur Ofurtölvan að allt endi í lok móts.