fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Matteldúkka þykir frekar eiga heima í hryllingsmynd en í fangi barna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsins þekktasta og vinsælasta dúkka, sjálf Barbie, er nú vinsælli sem aldrei fyrr þökk sé nýrri kvikmynd um dúkkuna frá Mattel sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. 

Vinsælt hefur verið í gegnum tíðina að hanna dúkkur sem pissa og kúka á sig, jafnvel æla, tala og svo framvegis, enda nauðsynlegt að undirbúa ungbörn strax undir verðandi foreldrahlutverk. 

Önnur dúkka frá Mattel hefur nú vakið athygli að nýju, og ekki vegna þess að hún er svo falleg, ljóshærð og bleik. Þessi dúkka ætti frekar heima í aðalhlutverki í hryllingsmynd, enda hafa margir fríkað út yfir auglýsingunni frá 1966.

Dúkkan hét „Baby Secret“ og kom út árið 1966, í auglýsingunni má sjá brosandi barn leika sér með dúkkuna. Mjög krúttlegt ekki satt? Þar til við komumst að því hvaða eiginleika dúkkan bjó yfir: leyndarmálum, leyndarmálum sem hún hvíslar að barninu.

Setningarnar sem dúkkan segir eru nokkrar, og ekki nóg með það heldur hreyfist munnur dúkkunnar meðan hás rödd hvíslar leyndarmálum sínum að barninu.

„Mig langar að segja þér svolítið“
„Mér finnst gaman að sofa hjá þér“
„Haltu mér þétt að þér og hvíslaðu“
„Mér finnst best að hvísla í myrkrinu“
„Ekki tala svona hátt
„Ég veit leyndarmál, en þú?“

Meðan flestum finnst dúkkan hálfkrípí þá líkar sumum við hana og eiga um hana góðar minningar:  „Þetta var alls ekki ógnvekjandi! Dúkkan var mjög mjúk og ætlað að fara með í rúmið, og hugmyndin var að þetta væri næstum eins og að eiga vin í svefn, þið gætuð verið að hvísla og flissa saman eftir háttatíma.“

„Ég átti þessa dúkku, hún var yndisleg, ekki hrollvekjandi, ekki ógnvekjandi. Ég elskaði hana svo, frábær minning að sjá hana aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“