Albert Guðmundsson er orðaður við Ítalíumeistara Napoli en frá þessu greinir blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.
Albert er einn mikilvægasti leikmaður Genoa sem vann óvæntan sigur á Lazio í deildinni í kvöld.
Napoli gæti verið að selja vængmanninn Hirving Lozano í þessum glugga og gæti Albert tekið við.
Það væri risaskref fyrir íslenska landsliðsmanninn sem hefur verið á allra vörum undanfarna daga.
Albert liggur undir rannsókn vegna kynferðisbrots og gæti það haft áhrif á hans framtíð með landsliðinu.
Genoa er þó búið að tjá sig og mun standa með leikmanninum þar til rannsóknin er yfirstaðin.