Harry Kane er að byrja ansi vel með sínu nýja félagi, Bayern Munchen, eftir að hafa komið til félagsins í sumar.
Kane kom til Bayern frá Tottenham í sumarglugganum og skoraði tvennu í dag er liðið mætti Augsburg.
Fyrra mark Kane var skorað af vítapunktinum og bætti hann svo við öðru 29 mínútum síðar er Bayern hafði betur, 3-1.
Bayern byrjar tímabilið vel og hefur unnið báða leiki sína í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.