fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Komin með nóg af athugasemdum um líkama sinn – „Vill fólk að ég fari að drekka aftur?“

Fókus
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og raunveruleikastjarnan Jessica Simpson segist vera komin með nóg af opinberri umræðu um líkama hennar. Hún sagði í viðtali við Access Hollywood á föstudaginn að fólk þurfi að vanda sig þegar kemur að umræðu um þyngd annarra.

„Mér finnst þetta bara ekki þurfa að vera samtal.“

Jessica segist finna til með öðrum konum sem verða fyrir aðkasti vegna þyngdar þar sem sjálf hafi hún verið í öllum stærðum og gerðum. Alveg sama hversu þung hún er þá virðist fólk alltaf leyfa sér að hafa á því skoðun.

„Ég vildi að ég gæti útskýrt þetta. Ég vildi að ég gæti sagt að þetta sé orðið betra fyrir mig, en þetta er bara eins.“

Hún segir að umræðan um þyngd hennar komi illa við börn hennar þrjú sem eru á aldrinum 4-11 ára. Þau botni ekkert í því hvers vegna fjölmiðlar og aðrir eru svona harðorðið í garð móður þeirra.

„Ég segi við börnin mín – Hvernig þið lítið á ykkur er hvernig ykkur ætti að líða. Þetta snýst ekki um…. þið ættuð ekki að klæða ykkur fyrir nokkurn anna. Þú reynir ekki að líta út eins og einhver annar.“

Jessica hefur verið sökuð um að nota sykursýkislyfið Ozempic til að grennast, líkt og svo margir aðrir í Hollywood og víðar um þessar mundir. Hún var þó fljót að kveða þær sögur í kútinn.

„Vill fólk að ég fari að drekka aftur. Því þannig var það þegar ég var þyngri. Eða vill fólk að ég eignist annað barn? Líkaminn minn ræður ekki við það.“

Hún útskýrir að hún hafi með viljastyrkinn að vopni náð að missa aukakíló og allar getgátur um annað séu verulega særandi, þó hún reyni að taka ekki slíka neikvæðni inn á sig.

„Ég er bara orðin of gömul til þess. Ég er í of góðum tengslum við sjálfa mig þessa daganna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn