fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Kristín Eva og Sverrir orðin hjón

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 13:00

Kristín Eva og Sverrir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Eva Geirsdóttir lögfræðingur og Sverrir Bergmann Magnússon tónlistarmaður giftu sig í gær.

Parið kynntist í febrúar árið 2018 þegar Sverrir sendi Krístinu Evu vinabeiðni á Facebook. Þau ákváðu að hittast og fara saman á rúntinn. Daginn eftir varð bíll Kristínar rafmagnslaus og Sverrir kom henni til bjargar. Eftir það hefur parið verið óaðskiljanlegt, í febrúar 2020 fæddist dóttirin Ásta Bertha og ári síðar dóttirin Sunna Stella.

Kristín Eva hefur starfað sem sérfræðingur í flugöryggis- og flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.  Hún bjó í nokkur ár í Katar, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og einnig sem lögfræðingur, en hún er með meistarapróf í flug- og geimrétti.

Sverrir er landsmönnum að góðu kunnur sem tónlistarmaður, í byrjun árs 2021 hóf hann störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann á Ásbrú og situr Sverrir sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Í færslu á Facebook þakkar Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður hjónunum fyrir „skemmtilegasta brúðkaup allra tíma! Fékk tvö rándýra leynigesti til að hjálpa mér með lagið okkar Svessa, sem vonandi núna er orðið lagið þeirra.“ Í myndbandi sem fylgir með má sjá að Auðunn fékk bræðurna og tónlistarmennina Friðrik Dór og Jón Jónssyni með sér á svið til að flytja lag Lonestar Amazed.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir