Antoine Griezmann hefur viðurkennt það að hann hafi mikinn áhuga á að spila í bandarísku MLS-deildinni.
Griezmann er í dag á mála hjá Atletico Madrid en hann hefur spilað á Spáni allan sinn feril sem atvinnumaður.
Frakkinn hefur verið orðaður við MLS deildina áður og þá sérstaklega Inter Miami þar sem hans fyrrum liðsfélagi, Lionel Messi, spilar.
Það er draumur Griezmann að enda ferilinn í Bandaríkjunum en hann er 32 ára gamall í dag.
,,Ég hef alltaf sagt að það sé draumurinn að enda ferilinn þar. Ég er hrifinn af bandarískum íþróttum. Ég vil spila í MLS og njóta mín þar,“ sagði Griezmann.
,,Ég vil vinna titla þar og spila eins vel og ég get. Ég vil líka vinna titla með Atletico Madrid, við sjáum hvað gerist í framtíðinni en einn af mínum draumum er að spila í MLS.“