Það er óhætt að segja að Jude Bellingham hafi byrjað feril sinn hjá Real Madrid vel en hann kom til félagsins í sumar.
Real keypti Bellingham á risaupphæð frá Dortmund og er hann nú þegar að borga þá upphæð til baka.
Bellingham hefur skorað fjögur mörk í þremur deildarleikjum fyrir Real og tryggði liðinu sigur gegn Celta Vigo á föstudag.
Englendingurinn varð um leið sá fyrsti síðan 2009 til að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Real.
Cristiano Ronaldo var á síðasti til að gera það en hann varð síðar markahæsti leikmaður í sögu spænska stórliðsins.