Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var svo sannarlega ekki ánægður með byrjun liðsins gegn Nottingham Forest í gær.
Man Utd byrjaði skelfilega á Old Trafford, heimavelli sínum, og var 2-0 undir eftir aðeins fjórar mínútur.
Liðið kom þó að lokum til baka og vann Forest 3-2 en byrjunin gæti verið áhyggjuefni fyrir Ten Hag og hans menn.
,,Við byrjuðum alveg ömurlega, við gáfum þeim tvö mörk vegna mistaka,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi.
,,Ég get þó verið ánægður með endurkomuna, karakterinn og hvernig leikmennirnir héldu ró sinni og héldu sig við leikplanið.“
,,Við spiluðum góðan fótbolta og skoruðum nokkuð góð mörk.“