Virkilega fyndið atvik átti sér stað í Sádi Arabíu á dögunum er Al Nassr spilaði við Al Fateh.
Sadio Mane er leikmaður Al Nassr en hann gekk í raðir liðsins í sumar eftir aðeins eitt ár hjá Bayern Munchen.
Ali Lajami er liðsfélagi Mane hjá Al Nassr en með Al Fateh leikur tvíburabróðir hans Quassem Lajami.
Leikmenn liðanna heilsuðust fyrir leik og var Mane í raun steinhissa þegar hann sá ‘liðsfélaga sinn’ í liði mótherjana.
Eins og má sjá er um eineggja tvíbura að ræða en munurinn á Ali og Quassem er í raun enginn.
Þetta má sjá hér.
Sadio Mané was surpised to see his teammate change sides. Only to realize it was his twin brother! 🤣 pic.twitter.com/jmJlxxPxdo
— TC (@TalkCristiano_) August 26, 2023