FH vann flottan sigur á Val í Bestu deild karla í dag er liðin áttust við á Kaplakrikavelli.
Það var Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem var munurinn á liðunum í dag og tryggði FH sigur eftir að liðið lenti 2-1 undir.
Gyrðir skoraði einu mörk seinni hálfleiksins til að tryggja FH 3-2 sigur en Valsmenn voru með forystuna eftir þann fyrri.
KA vann þá lið Stjörnunnar 2-1 en dramatíkin þar var mikil og var sigurmarkið skorað í uppbótartíma.
Ásgeir Sigurgeirsson tryggði stigin þrjú en Emil Atlason hafði klikkað á vítaspyrnu fyrir Stjörnuna stuttu áður og mistókst að koma liðinu í forystu.
FH 3 – 2 Valur
1-0 Davíð Snær Jóhannsson
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
1-2 Patrick Pedersen
2-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
3-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
KA 2 – 1 Stjarnan
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson
1-1 Emil Atlason
2-1 Ásgeir Sigurgeirsson