fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

England: Manchester United byrjaði ömurlega en svaraði fyrir sig – Tíu menn Fulham náðu stigi gegn Arsenal

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 16:02

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United sýndi flottan karakter með því að koma til baka gegn Nottingham Forest í dag.

Forest kom mörgum á óvart og komst í 2-0 á Old Trafford en staðan var þannig eftir aðeins fjórar mínútur.

Heimamenn sneru leiknum þó sér í vil og skoruðu þrjú mörk gegn gestunum og tvö af þeim í síðari hálfleik.

Forest kláraði leikinn manni færri en Joe Worrall fékk að líta beint rautt spjald á 67. mínútu og var útlitið aldrei bjart eftir það.

Arsenal missteig sig á heimavelli á sama tíma gegn Fulham en liðið lenti undir eftir aðeins eina mínútu.

Fulham kláraði einnig þann leik manni færri og tókst að jafna metin mjög óvænt í 2-2 á 87. mínútu er Joao Palinha kom boltanum í netið.

Calvin Bassey var rekinn af velli hjá Fulham á 83. mínútu en tíu menn gestanna náðu samt sem áður í frábært stig á Emirates.

Brentford og Crystal Palace gerðu þá 1-1 jafntefli og Wolves vann góðan 1-0 útisigur á Everton.

Manchester United 3 – 2 Nott. Forest
0-1 Taiwo Awoniyi(‘2)
0-2 Willy Boly(‘4)
1-2 Christian Eriksen(’17)
2-2 Casemiro(’52)
3-2 Bruno Fernandes(’76, víti)

Arsenal 2 – 2 Fulham
0-1 Andreas Pereira(‘1)
1-1 Bukayo Saka(’70, víti)
2-1 Eddie Nketiah(’73)
2-2 Joao Palinha(’87)

Brentford 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Kevin Schade(’18)
1-1 Joachim Andersen(’76)

Everton 0 – 1 Wolves
0-1 Sasa Kalajdzic(’87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur