Telegraph greinir nú frá því að Jonny Evans muni fá eins árs samning hjá Manchester United eða út þetta tímabil.
Evans var fenginn inn á stuttum samningi í sumar eftir að hafa yfirgefið Leicester sem er í næst efstu deild.
Evans hefur í heildina spilað næstum 200 leiki fyrir Man Utd en hann varð 35 ára gamall í janúar.
Það eru engar líkur á að Evans verði byrjunarliðsmaður á Old Trafford en Erik ten Hag, stjóri liðsins, vill halda varnarmanninum upp á breiddina.
Evans er þá reynslumikill og hefur spilað 498 meistaraflokksleiki sem gæti hjálpað yngri leikmönnum liðsins.