Kona að nafni Alica Schmidt hefur skorað á Erling Haaland til að sjá hvor þeirra sé fljótari að hlaupa.
Alica er spretthlaupari og er gríðarlega fljót en hún er oft kölluð ‘kynþokkafyllsti íþróttamaður heims.’
Haaland er einnig íþróttamaður en spilar fótbolta eins og flestir vita og leikur með Manchester City.
Haaland er alls ekki hægur er hann tekur sprettinn og væri gaman að sjá hvor þeirra myndi vinna í kapphlaupi.
,,Ég er ekki alveg viss, 400 metrar þá klárlega já. 200 metrar, það væri erfiðara en ég yrði mjög ánægð ef kapphlaupið ætti sér stað,“
,,Ég veit sjálf ekkert um þetta, ég þarf að tala við hann. Ég er samt alltaf klár. Haaland, ef þú ert klár þá er ég meira en til í að keppa við þig. Sjáum hver er fljótari!“