fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Einn sá umdeildasti í sögunn vill gerast forseti – ,,Þekkið bara eina hlið af mér“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 16:00

Diouf er hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn umdeildasti knattspyrnumaður sögunnar, El Hadji Diouf, leitast eftir því að komast í forsetastólinn í Senegal.

Diouf vill verða forseti senegalska knattspyrnusambandsins en hann er fyrrum landsliðsmaður Senegal og lék lengi vel á Englandi.

Diouf spilaði með liðum eins og Liverpool og Bolton en var gríðarlega umdeildur og sást til að mynda hrækja á andstæðing í leik í Skotlandi.

Hann segir að fólk dæmi sig út frá knattspyrnuferlinum en vandræðin verða ekki þau sömu ef hann fær starfið sem forseti.

,,Ég get séð sjálfan mig sem forseta senegalska knattspyrnusambandsins. Ég gæti byrjað á morgun,“ sagði Diouf.

,,Ég sé ekki af hverju það er ekki möguleiki, ég er mjög metnaðarfullur náungi. Fólk þekkir bara eina hlið af mér.

,,Það tilheyrir fortíðinni og þeir töluðu um mig sem vandræðagemsa. El Hadji Diouf, fótboltamaðurinn, er ekki sá sami og myndi stjórna sambandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær