Real Madrid gæti verið í töluverðum vandræðum fyrir komandi átök eftir leik við Celta Vigo sem fór fram í gær.
Vinicius Junior er einn allra mikilvægasti leikmaður Real en hann fór af velli eftir aðeins 18 mínútur.
Útlit er fyrir að Vinicius verði frá í langan tíma sem væru alls ekki góðar fréttir fyrir Real.
Real er nú þegar að glíma við meiðsli Thibaut Courtois sem er aðalmarkmaður liðsins og verður frá nánast allt tímabilið.
Vinicius meiddist upphaflega á 13. mínútu og reyndi að halda keppni áfram en var skipt af velli skömmu síðar í 1-0 sigri.