Real Madrid heimsótti Celta Vigo í La Liga í kvöld og vann góðan sigur.
Fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en á 81. en þar var að verki Jude Bellingham.
Þetta var hans fjórða mark fyrir Real Madrid í þremur deildarleikjum frá því hann gekk í raðir félagsins frá Dortmund í sumar.
Markið hans reyndist sigurmarkið og Real Madrid er nú með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.