Það fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld.
ÍA heldur áfram að setja pressu á Aftureldingu og er nú með jafnmörg stig og toppliðið eftir sigur á Selfyssingum í kvöld. Mosfellingar eiga þó leik til góða.
Það var Hlynur Sævar Jónsson sem gerði eina mark leiksins uppi á Skaga.
Njarðvík fjarlægðist fallpakkann með afar öflugum 0-3 útisigri á Þór. Hinn sjóðheiti Rafael Victor skoraði eitt marka Njarðvíkur en hin gerðu þeir Gísli Martin Sigurðsson og Oliver Kelaart.
Grindavík leyfir sér enn að dreyma um umspilssæti eftir ótrúlegan 7-2 sigur á Ægi. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Edi Horvat skoruðu báðir tvö fyrir Grindvíkinga sem nú sitja stigi á eftir Leikni sem er í síðasta umspilssætinu en á leik til góða. Ægir er nú formlega fallinn.
Grótta tók loks á móti Þrótti og var í góðri stöðu eftir fyrri hálfleikinn með mörkum frá Kristóferi Orra Péturssyni. Þróttarar komu hins vegar til baka í seinni hálfleik. Hlynur Þórhallsson minnkaði muninn áður en Jorgen Pettersen jafnaði.
ÍA 1-0 Selfoss
1-0 Hlynur Sævar Jónsson
Þór 0-3 Njarðvík
0-1 Rafael Victor
0-2 Gísli Martin Sigurðsson
0-3 Oliver Kelaart
Grindavík 7-2 Ægir
1-0 Kristófer Konráðsson
2-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
3-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
4-0 Óskar Örn Hauksson
4-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson
5-1 Edi Horvat
5-2 Dimitrije Cokic
6-2 Dagur Austmann
7-2 Edi Horvat
Grótta 2-2 Þróttur R.
1-0 Kristófer Orri Pétursson
2-0 Kristófer Orri Pétursson
2-1 Hlynur Þórhallsson
2-2 Jorgen Pettersen