Íþróttavikan er farin að rúlla á ný á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
Enska úrvalsdeildin er farin að rúlla en dómgæslan hefur ekki heillað.
„Það þarf að fara að sækja bestu dómarana eins og bestu leikmennina,“ lagði Helgi til.
Arnar tók til máls.
„Maður hélt þeir hefðu lært af öllu ruglinu í fyrra því þetta er ekkert nýtt af nálinni. Það voru mörg og alvarleg dómaramistök sem áttu sér stað í fyrra og að það sé ekki búið að skipta um kerfi eða eitthvað er bara með ólíkindum.
Þetta eru atvinnumenn og þvælan sem kemur stundum frá þeim, það er með ólíkindum að þetta skuli eiga sér stað svona oft,“ sagði hann.
„Levelið á milli dómara og leikmanna er bara til skammar, þetta er ekki svona neins staðar,“ skaut Helgi inn í að lokum.
Umræðan í heild er í spilaranum.