Íþróttavikan er farin að rúlla á ný á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
Það hefur mikið verið rætt og ritað um álag á íslenskum liðum í Evrópukeppni og þá sérstaklega Breiðabliki.
Helgi spurði hvort lausnin gæti verið að hafa frí í júlí í Bestu deildinni svo íslensk lið geti einbeitt sér alfarið að Evrópu.
Hrafnkell var ekki hrifinn af þessari hugmynd.
„Ég held að það sé bara bull. Við erum ekki með öll lið á garvigrasi eins og þeir. Það er auðvitað önnur umræða.
Fótboltinn er bestur í júlí þegar vellirnir eru hvað bestir og sólin á lofti.“
Umræðan í heild er í spilaranum.