Erik ten Hag, stjóri Manchester United skautaði framhjá spurningum um Mason Greenwood en United tók ákvörðun í vikunni að hann spili ekki aftur fyrir félagið.
Greenwood var við það að snúa aftur þegar félagið bakkaði með þá ákvörðun og ákvað að losa sig við hann.
Greenwood var grunaður um ofbeldi í nánu sambandi en rannsókn lögreglu var felld niður.
„Við erum ekki á nógu góðum stað sem lið, ég þarf að vinna mikið og einbeita mér að liðinu,“ segir Ten Hag.
„Ég einbeiti mér að leikmönnum sem eru til staðar, ég get aðeins rætt um frammistöður, hópinn og hvað við þurfum að bæta er augljóst.“
„Við verðum að bæta okkur og setja alla orkuna í þessa frammistöðu.“