Marseille er byrjað að reyna að ganga frá kaupum á Eric Bailly varnarmanni Manchester United sem má fara.
Líklega þarf franska félagið ekki að borga mjög háa upphæð enda fær Bailly ekki að æfa með liðinu þessa stundina.
Ekkert formlegt tilboð er komið en Marseille vill krækja í varnarmanninn frá Fílabeinsströndinni.
Bailly var á láni hjá Marseille á síðustu leiktíð en Marcelino þjálfari MArseille var með Bailly hjá Villarreal á sínum tíma.
Bailly á ár eftir af samningi sínum við United en enska félagið getur framlengt samninginn um eitt ár.