Leikkonan Shannon Elizabeth sló í gegn í aukahlutverki í myndinni sem kyntáknið Nadia, skiptineminn frá Tékklandi.
Hún var uppáhald margra aðdáenda og kom seinna fram í öðrum vinsælum myndum eins og Scary Movie, Love Actually og The Heartbreak Kid.
Hún hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár og hafa því nýjar myndir af henni vakið mikla athygli.
Shannon er 49 ára og brennir fyrir dýravelferð og umhverfismálum.
Árið 2020 sagði hún að líf hennar hafi gjörbreyst eftir útgáfu American Pie. „Nadia átti ekki að vera aðalpersóna í myndunum en það er ykkur að þakka að hún hafi aðeins verið upphafið af ótrúlegum ferli mínum,“ sagði hún.