Manchester United er í leit að vinstri bakverði nú undir lok gluggans vegna þess hversu alvarleg meiðsli, Luke Shaw eru.
United greindi frá því í gær að Shaw væri meiddur og yrði frá um langt skeið, um er aðræða vöðvameiðsli sem halda honum frá vellinum.
Tyrrel Malacia sem verið hefur til taks er meiddur og óvíst er hvenær hann snýr aftur.
Manchester Evening News segir að United sé að leita að bakverði til skamms tíma en óvíst er hvaða kostir eru í boði.
Félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku og því þarf Erik ten Hag og hans veit að hafa hraðar hendur.
#mufc are in the market for a left-back on a short-term basis following Luke Shaw’s injury [@samuelluckhurst]
— utdreport (@utdreport) August 25, 2023