fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Fordæma Seðlabankann fyrir aðgerðir gegn verðbólgu lúxusíbúða og efnaðra eyðsluseggja – Aðeins 83 nýjar íbúðir á undir 50 milljónum

Eyjan
Föstudaginn 25. ágúst 2023 11:51

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Eflingar fordæmir „öfgafullar hækkanir“ Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, en stéttarfélagið segir hækkanir vera langt umfram það sem sé að eiga sér stað í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Þar að auki bitni hærri vextir helst á heimilum lágtekjufólks, einstæðra foreldra, yngra fólks á húsnæðismarkaði sem og innflytjendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Efling segir að rök Seðlabankans fyrir nýjustu hækkun stýrivaxta í þessari viku, en vextir væru hækkaðir um hálfa prósentu, haldi engu vatni.

„Það er ekki tekjulægri helmingur þjóðarinnar sem er ábyrgur fyrri eftirspurnaþenslu með of mikilli neyslu, heldur tekjuhærri helmingurinn og svo ofvöxtur ferðaþjónustunnar. Þeir tekjuhærri finna hins vegar lítið fyrir vaxtahækkunum. Byrðum er þannig útdeild á bæði ósanngjarnan og óskynsamlegan hátt og árangurinn eftir því.“

Efling bendir á að húsnæðiskostnaður þeirra tekjulægri hafi rokið upp og framleiðsla ódýrs íbúðarhúsnæðis hafi dregist saman, sem magni húsnæðiskreppuna enn frekar. Ljóst sé að aðgerðir Seðlabankans munu gera kjarasamninga á komandi vetri erfiðari en ella hefði verið.

Segja má sem svo að Efling sé þarna að benda til þess að helst sé verið að byggja í dag íbúðarhúsnæði sem kemur til með að kostar töluvert mikið þegar það fer á sölu. Til samanburðar má skoða þær nýbyggingar sem eru nú þegar komnar í sölu en þar má t.d. sjá að ódýrasta íbúðarhúsnæðið í nýbyggingu kostar 32,5 milljónir, en um er að ræða tæplega 52 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi á Bíldudal. Næst er það 40 fermetra stúdíóíbúð á Akranesi sem kostar 35,5 milljónir en ódýrasta nýbyggingin á höfuðborgarsvæðinu er 49 fermetra íbúð á Skyggnisbraut á 45 milljónir og svo 45,9 fermetra stúdíóíbúð í Dunhaga á 48,9 milljónir. Ódýrasta nýbyggingin á höfuðborgarsvæðinu með 2 svefnherbergi er svo á 59,9 milljónir en um er að ræða tæplega 60 fermetra íbúð í Úlfarsárdal. Dýrasta nýbyggingin er 200 milljón króna einbýli í Mosfellsbæ, en dýrasta þriggja herbergja íbúðinni í nýbyggingu er 169 milljón króna „penthouse“ íbúð á Mýrargötunni. Alls er 247 nýbyggt íbúðarhúsnæði verðlagt á yfir 100 milljónir, 388 eignir á bilinu 80-100 milljónir, 378 eignir á bilinu 65-80 milljónir og 140 eignir á bilinu 50-65 milljónir. Aðeins eru 83 íbúðareignir í nýbyggingu verðlagðar á undir 50 milljónum. Rétt er að minnast þess að umræddar íbúðir eru á ólíkum stigum hvað byggingu varðar, en afhending m.v. fullbúna íbúð, ýmist með eða án gólfefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast