Luis Rubiales , forseti spænska knattspyrnusambandsins ætlar ekki að segja af sér eins og spænskir miðlar héldu fram í gærkvöldi. Hann hélt þrumuræðu eftir fund spænska sambandsins í dag.
„Ég segi ekki af mér,“ öskraði Rubiales fjórum sinnum í ræðu sinni og má þar meðal annars sjá þjálfara kvennaliðsins klappa honum lof í lófa.
Spánn varð heimsmeistari kvenna á sunnudag en atvik eftir það eru til umræðu á Spáni og út um allan heim.
„Þetta er mannorðsmorð sem verið er að reyna að framja. Við sem Spánverjar verðum að standa upp. Þetta er falskur femínismi sem á ekki skilið neitt réttlæti, honum er sama um sannleikann eða fólkið,“ sagði forsetinn.
Corrupted by power. Thinks he's untouchable. A nadir for Spanish football.
The positions of Vilda and De La Fuente should also be untenable now, by the way, given their obvious support for Rubiales.pic.twitter.com/sMO2ob2hiZ
— Matthew Clark (@MattClark_08) August 25, 2023
Að leik loknum mætti Luis Rubiales, forseti sambandsins inn á völlinn og kyssti þar Jennifer Hermoso, eina af stjörnum spænska liðsins beintá munninn.
Hann kyssti fleiri leikmenn eftir það en ekki á munninn eins og í tilfelli Jennifer Hermoso.
Rubiales reyndi að grínast með málið til að byrja með en ákvað svo að biðjast afsökunar, hann vildi fá Hermoso með sér í að tala málið niður en hún neitaði því.