fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Forsetinn umdeildi hélt þrumuræðu og fékk dynjandi lófaklapp – „Ég segi ekki af mér, þetta er falskur femínismi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Rubiales , forseti spænska knattspyrnusambandsins ætlar ekki að segja af sér eins og spænskir miðlar héldu fram í gærkvöldi. Hann hélt þrumuræðu eftir fund spænska sambandsins í dag.

„Ég segi ekki af mér,“ öskraði Rubiales fjórum sinnum í ræðu sinni og má þar meðal annars sjá þjálfara kvennaliðsins klappa honum lof í lófa.

Spánn varð heimsmeistari kvenna á sunnudag en atvik eftir það eru til umræðu á Spáni og út um allan heim.

„Þetta er mannorðsmorð sem verið er að reyna að framja. Við sem Spánverjar verðum að standa upp. Þetta er falskur femínismi sem á ekki skilið neitt réttlæti, honum er sama um sannleikann eða fólkið,“ sagði forsetinn.

Að leik loknum mætti Luis Rubiales, forseti sambandsins inn á völlinn og kyssti þar Jennifer Hermoso, eina af stjörnum spænska liðsins beintá munninn.

Hann kyssti fleiri leikmenn eftir það en ekki á munninn eins og í tilfelli Jennifer Hermoso.

Rubiales reyndi að grínast með málið til að byrja með en ákvað svo að biðjast afsökunar, hann vildi fá Hermoso með sér í að tala málið niður en hún neitaði því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist