Arsenal er að reyna að minnka leikmannahóp sinn og hefur Mikel Arteta bannað sjö leikmönnum að mæta á æfingar með aðalliði félagsins.
Nokkrir af þessum leikmönnum eru að fara og Arsenal vill losna við hina.
Folarin Balogun, Kieran Tierney, Albert Sambi Lokonga, Nuno Tavares og Rob Holding fá ekki að æfa með liðinu þessa dagana.
Tierney er að ganga í raðir Real Sociedad á láni og Balogun er líklega á leið til Monaco. Óvíst er hvað aðrir gera.
Þá eru svo Nicolas Pepe og Cedric Soares ekkert að æfa en Arsenal vill ekki hafa þá og vonast til þess að losna við þá af launaskrá á allra næstu dögum.