Markvörðurinn, Altay Bayındır sást fara upp í flugvél í morgun. Hann er að fljúga frá Tyrklandi til Manchester en Manchester United reynir að kaupa hann.
Bayındır er 25 ára gamall og mun koma til United frá Fenerbache. Hann á nokkra leiki að baki fyrir landslið Tyrklands.
Koma Bayındır verður til þess að United mun selja Dean Henderson en nokkur félög hafa áhuga á enska markverðinum.
Bayındır hefur spilað yfir 100 leiki fyrir Fenerbache í úrvalsdeildinni í Tyrklandi en United greiðir um 6 milljónir punda fyrir hann.
Félagið vonast til að fá um 20 milljónir punda fyrir Henderson en Nottingham Forest og Crystal Palace hafa áhuga á honum.
📸 Altay Bayındır will be leaving for Manchester shortly from Atatürk Airport for his transfer to #mufc in the region of 6-6.5 million. Fenerbahçe will also have a share in the next sale. [@sercanhamzaolu] pic.twitter.com/Ez1rFYrKZ9
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 25, 2023