fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þessir áhættuþættir gera þig líklegri til að fá heilabilun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 20:00

Alzheimer-sjúkdómurinn er algengasta form heilabilunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við háskólann í Oxford birtu í vikunni ítarlega rannsókn á heilabilunum (e. dementia), sem meðal annars Alzheimer-, Lewy- og Parkinson sjúkdómarnir flokkast undir, og greindu þar ellefu áhættuþætti sem gerir fólk líklegra til þess að verða fórnarlömb slíkra sjúkdóma síðar á lífsleiðinni.

Rannsókninni náði til 225 þúsund Breta sem fylgst var eftir í fjórtán ár en 2% þátttakenda í rannsókninni fóru að sýna merki um vitglöpin á meðan rannsókninni stóð yfir. Alls er talið að 55 milljónir einstaklinga þjáist af heilabilun í heiminum.

Gáfu upp ellefu áhættuþætti

Eins og gefur að skilja er rannsóknin löng og ítarleg en í niðurstöðu kafla hennar eru taldir upp neðangreindir ellefu áhættuþættir:

  • Aldur (yfirleitt 65 ára eða eldri)
  • Skortur á menntun
  • Saga um sykursýki
  • Ef þú þjáist eða hefur þjáðst af þunglyndi
  • Ef þú hefur orðið fyrir heilablóðafalli
  • Ef foreldrar þínir hafa þjáðst af heilabilun
  • Fátækt
  • Hár blóðþrýstingur
  • Hátt kólesteról í blóði
  • Ef þú býrð einn/ein/eitt
  • Ef þú ert karlmaður

Segja vísindamennirnir að mögulega sé hægt að nota þessar niðurstöður til þess að flokka fólk í áhættuhópa fyrir heilabilun og rannsaka betur þá sem uppfylla alla eða marga af áhættuþáttunum ellefu. Þá yrði skimað eftir sérstöku geni, sem nefnist APOE e4, sem einnig er sagt auka líkurnar á að einstaklingar verði fyrir heilabilun síðast á lífsleiðinni.

Hægt að draga úr líkum með lífsstílsbreytingum

Þá kemur fram að ekki sé öll von úti þó að fólk uppfylli áðurnefnda þætti. Með samtali eiga að hvetja fólk til þess að gera lífstílsbreytingar og takist það þá minnka aftur líkurnar á heilabilun.

Iðulega eru fyrstu einkenni heilabilunar breytingar í skapi eða hegðun. Einkennin versna oft með tímanum þar til í mörgum tilvikum að sjúklingurinn þarf aðstoð við sitt daglega líf.

Önnur einkenni eru meðal annars þau að gleyma hlutum og viðburðum, týna hlutum, villast við akstur eða í göngu, verða illa áttaður í kunnuglegum aðstæðum, brenglað tímaskyni, erfiðleikar við að leysa einföld vandamál eða taka ákvarðanir, erfiðleikar við að halda í við aðra í samtölum eða gleyma ítrekað orðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks