Vísindamenn við háskólann í Oxford birtu í vikunni ítarlega rannsókn á heilabilunum (e. dementia), sem meðal annars Alzheimer-, Lewy- og Parkinson sjúkdómarnir flokkast undir, og greindu þar ellefu áhættuþætti sem gerir fólk líklegra til þess að verða fórnarlömb slíkra sjúkdóma síðar á lífsleiðinni.
Rannsókninni náði til 225 þúsund Breta sem fylgst var eftir í fjórtán ár en 2% þátttakenda í rannsókninni fóru að sýna merki um vitglöpin á meðan rannsókninni stóð yfir. Alls er talið að 55 milljónir einstaklinga þjáist af heilabilun í heiminum.
Eins og gefur að skilja er rannsóknin löng og ítarleg en í niðurstöðu kafla hennar eru taldir upp neðangreindir ellefu áhættuþættir:
Segja vísindamennirnir að mögulega sé hægt að nota þessar niðurstöður til þess að flokka fólk í áhættuhópa fyrir heilabilun og rannsaka betur þá sem uppfylla alla eða marga af áhættuþáttunum ellefu. Þá yrði skimað eftir sérstöku geni, sem nefnist APOE e4, sem einnig er sagt auka líkurnar á að einstaklingar verði fyrir heilabilun síðast á lífsleiðinni.
Þá kemur fram að ekki sé öll von úti þó að fólk uppfylli áðurnefnda þætti. Með samtali eiga að hvetja fólk til þess að gera lífstílsbreytingar og takist það þá minnka aftur líkurnar á heilabilun.
Iðulega eru fyrstu einkenni heilabilunar breytingar í skapi eða hegðun. Einkennin versna oft með tímanum þar til í mörgum tilvikum að sjúklingurinn þarf aðstoð við sitt daglega líf.
Önnur einkenni eru meðal annars þau að gleyma hlutum og viðburðum, týna hlutum, villast við akstur eða í göngu, verða illa áttaður í kunnuglegum aðstæðum, brenglað tímaskyni, erfiðleikar við að leysa einföld vandamál eða taka ákvarðanir, erfiðleikar við að halda í við aðra í samtölum eða gleyma ítrekað orðum.