fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Pútín tjáir sig loks um Prigozhin – „Hæfileikaríkur maður“ sem gerði „mistök“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. ágúst 2023 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, rauf í gær loks þögnina um meintan dauða Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-herdeildarinnar og náinn samstarfsmann sinn til margra ára, í dularfullu flugslysi í grennd við Moskvu á miðvikudaginn.

„Í fyrsta lagi vill ég votta aðstandendum hinna látnu samúð mína. Svona lagað er alltaf mjög sorglegt,“ sagði forsetinn í stuttu ávarpi hans til blaðamanna.

Allar líkur eru taldar á því að Prigozhin og nokkrir nánir samstarfsmenn hans hafi verið um borð í vélinni en þó liggur ekki enn fyrir hvernig hún fórst.

Pútín talaði um Prigozhin í þátíð og benti á að þeir hefðu þekkst lengi. Sagði Rússlandsforseti að Prigozhin hefði verið „hæfileikaríkur maður“, sérstaklega í viðskiptum, sem hefði þó gert „alvarleg mistök í lífinu“.

Eins og frægt var eru rúmir tveir mánuðir síðan að Prigozhin blés til snarprar uppreisnar í Rússlandi og sneri málaliðaher sínum gegn yfirvöldum í Rússlandi. Hann náði svo samkomulagi við Pútín um að leggja niður vopn en flestir voru á því að Rússlandsforsetinn myndi þó aldrei fyrirgefa svikin.

Samúðarkveðja Pútíns þykir því nokkuð kaldhæðnisleg í ljósi þess að nánast öll heimsbyggðin er sannfærð um að hann beri ábyrgð á því að Prigozhin hafi verið komið fyrir kattarnef. Þar með bætist nafn Wagnerleiðtogans við langan lista einstaklinga sem talið er að Pútín hafi látið losa sig við.

Engar sannanir liggja þó fyrir um aðild rússneskra yfirvalda að slysinu og enn er of snemmt að fullyrða um hvort að vélin hafi verið skotin niður, henni hafi verið grandað með sprengju um borð eða þá að einhver önnur skýring sé á brotlendingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“