Manchester United verður án Luke Shaw næstu vikurnar hið minnsta vegna meiðsla sem hann varð fyrir.
Ensk blöð segja frá meiðslum bakvarðarins sem missir af næstu leikjum liðsins. Er hann lykilmaður í liði Erik ten Hag.
Mason Mount meiddist í vikunni og verður líklega frá í sex vikur, það er því þunnskipað hjá United þessa dagana.
Um er að ræða vöðvameiðsli hjá Shaw en slík meiðsli hafa oft hrjáð.
Varamaður Shaw, sjálfur Tyrrel Malacia er einnig meiddur og því líklegast að hægri bakvörðurinn, Diogo Dalot fylli í skarð Shaw.