fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Fordæma foreldra fyrir vinsæla TikTok áskorun – „Skaðinn er mun meiri enn það sem foreldrið græðir“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hafa fordæmt nýja áskorun á samfélagsmiðlinum TikTok, en ýmiss konar áskoranir eru vinsælar þar. Áskorunin sem er nú afar vinsæl og orðin „viral“ skulum við kalla Eggbrots-áskorunina (e. The Egg Crack Challenge). Hún felst í því að foreldrið fær barn sitt til að aðstoða sig við bakstur og uppskriftin inniheldur eitt egg. Foreldrið brýtur síðan eggið á enni barnsins og allt er tekið upp með viðbrögðum barnsins og póstað á miðilinn til að uppskera læk, deilingar og athugasemdir. Að sjálfsögðu er engin kaka bökuð, enda finnst engum það spennandi (nema líklega barninu sem vildi baka með foreldri sínu).

Börnin bregðast við ýmist með hlátri, gráti eða eru furðu lostin. Mörg myndbandanna hafa fengið þúsundir áhorfa og talið saman er líklega um að ræða áhorf í milljónum talið.

Foreldrunum sem taka þátt finnst athæfið líklega skemmtilegt og sniðugt, en ekki eru allir hrifnir og netverjar hafa sannarlega látið til sín taka í athugasemdum. 

Í einu myndbandi þar sem tveir fullorðnir brjóta tvö egg á enni barns síns, skrifar einn í athugasemd: „Hún var svo hamingjusöm í upphafi, þvílík sorgarminning sem þið bjugguð til handa henni.“

„Ég myndi ekki einu sinni gera þetta við vini mína í gríni af hverju ætti einhver að gera þetta við lítið barn,“ segir í annarri athugasemd.

Líkamlegar afleiðingar, meiðsli og sýklar

Nokkrir læknar hafa einnig tjáð sig um áskorunina og hugsanlegar líkamlegar afleiðingar,  þar á meðal marbletti og útbreiðslu sýkla.

Dr Meghan Martin, neyðarlæknisráðgjafi barna við Johns Hopkins barnaspítalann í Flórída, segir á TikTok:„Ég er ekki hrifin af þessu, þetta er ekki eitthvað sem gagnast börnum á nokkurn hátt, og mér finnst þetta alls ekki skemmtilegt. Við erum bókstaflega að lemja salmonellu á ennið á þeim. Ef barnið veikist þá bendi ég á að það er erfiðara að fá smábarn til að drekka vökva þegar það er með magaveiki eða matareitrun og því er líklegra að barnið muni enda á sjúkrahúsi með vökva í æð.“

 

Dr Don Grant ráðgjafi hjá Healthy Device Management hjá Newport Healthcare í Los Angeles, Kaliforníu, bendir á aðra hlið og segir að í mörgum myndbandanna séu börn á þeim aldri að þau séu að byggja upp traust og öryggi.

„Ég er sjálfur foreldri og ég segi við aðra foreldri að í hvert skipti sem þú blandar barninu þínu í einhverjar aðstæður þá verður þú að sýna varkárni,“ sagði Grant við Fox News.

„Hlutverk okkar er að vernda börnin okkar, og sem foreldri þá skil ég ekki hvaða tilgangi áskorun sem þessi á að þjóna. Skaðinn er mun meiri enn það sem foreldrið græðir, hvort sem gróðinn er í formi peninga, fjölda fylgjenda eða læka. Af hverju myndir þú sem foreldri setja þig í aðstæður þar sem þú átt á að hættu að barnið þitt muni missa traust til þín, verði hneysklað, hissa, grætur eða meiðir sig?“

CTV News gerði könnun og spurði: „Er í lagi að stríða börnum ykkar á netinu?“ 87,2% svöruðu neitandi.

Í frétt um málið segir: „Lexían sem við erum að kenna börnunum okkar er að það er í lagi að gera grín að fólki á svona opinberan hátt.“

„Sumar fjölskyldur hafa gaman af þvi að stríða öðrum fjölskyldumeðlimum. Getum við ekki bara strítt hvert öðru, án þess að pósta því á netið? Getur fólk ekki bara átt þá skemmtilegu minningu saman, af hverju þarf allt að vera gert fyrir almenning?“ segir Steph Vivier.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram