fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Illa þefjandi Porsche reynist Bílabúð Benna dýrkeyptur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. júlí síðastliðinn vann Ólöf Finnsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar, mál gegn Bílabúð Benna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Gekk dómstóllinn að fullu að kröfum Ólafar sem snúast um endurgreiðslu á tryggingaiðgjöldum, bifreiðagjöldum og öðrum lögbundnum gjöldum af bílnum sem hún þurfti að standa straum af eftir að kaupum á bílnum hafði verið rift. Bíllinn sem um ræðir er forláta Porsche Cayenne að verðmæti 14 milljónir króna.

Ólöf hafði þegar lagt bílabúðina í máli þar sem krafist var riftunar á kaupunum, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti, auk þess sem Hæstiréttur hafnaði beiðni bílabúðarinnar um að taka málið fyrir. Málið snerist um einkennnilegan galla sem olli þrálátri ólykt í bílnum.

Sjá einnig: Illa þefjandi Porsche í eigu fyrrverandi framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar – Ólöf Finnsdóttir stefndi Bílabúð Benna sem áfrýjaði

Ólyktin gaus upp í bílnum vegna mikillar vatnssöfnunar og tókst bílabúðinni ekki að ráða bót á þessu vandamáli. Sagði í dómi héraðsdóms að bílabúðin hefði fengið fjögur tækifæri til að bæta úr gallanum en það ekki verið gert. Bílabúðin taldi gallann vera óverulegan og samþykkti ekki að rifta kaupunum. Þess vegna fór málið fyrir dóm. Bílabúðin undi síðan ekki niðurstöðu héraðsdóms og áfrýjaði til Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms.

Ólöf fullkomnaði síðan sigur sinn yfir bílabúðinni er Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi bílabúðina til endurgreiða Ólöfu 691.000 krónur sem hún hafði lagt út fyrir í lögbundin gjöld af bílnum eftir að kaupunum hafði verið rift.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“