David Ornstein, virtur blaðamaður The Athletic, segir að áhugi Al Ittihad á Mohamed Salah sé sannarlega til staðar.
Fyrr í dag sagði spænski miðillinn Relevo frá því að Al Ittihad hafi boðið Salah laun sem eru hærri en þau sem Cristiano Ronaldo þénar hjá Al Nassr og myndu jafnframt gera Egyptann að launahæsta leikmanni sádiarabísku deildarinnar.
Salah skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Liverpool í fyrra en Al Ittihad myndi greiða meira fyrir hann en Al Hilal greiddi fyrir Neymar á dögunum, meira en 77 milljónir punda .
Ornstein segir að á þessu stigi málsins sé mikil óvissa en umboðsmaður Salah hafnaði í sumar orðrómum um Al Ittihad.
Það virðist hins vegar sem svo að sádiarabíska félagið hafi endurvakið áhuga sinn.
🚨 Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023