fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Síminn Pay og VÍS í samstarf um ferðatryggingar

Eyjan
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Léttkort Símans Pay, ný kynslóð kreditkorta gerir viðskiptavinum sínum nú kleift að kaupa sveigjanlegar ferðatryggingar frá VÍS með kortinu. Hægt er að segja ferðatryggingunni upp hvenær sem er en einungis er greitt fyrir mánuð í senn og þannig hægt að spara sér kostnað við ferðatryggingar nema í þau skipti sem að korthafi fer erlendis.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækunum kemur fram að Léttkortið sé stafrænt kreditkort sem styður bæði Apple Pay og Google Wallet, og er gefið út í samstarfi við Mastercard. Ekkert gjaldeyrisálag er á Léttkortinu né árgjald sem gerir Léttkortið að frábærum valmöguleika fyrir íslenska neytendur í ferðum erlendis sem og í öllum erlendum netverslunum.

„Við höldum ótrauð áfram að þróa það sem við teljum sveigjanlegasta kreditkortið á markaðanum þar sem viðskiptavinir okkar einfaldlega velja sér þá þjónustu sem þau telja sig þurfa í það og það skiptið. Með valkvæðri ferðatryggingu frá VÍS, engu gjaldeyrisálagi né árgjaldi ásamt Vildarpunktasöfnun Icelandair teljum við Léttkortið besta ferðafélaga Íslendinga erlendis,“ er haft eftir Gunnari Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra Símans Pay.

Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við Símann Pay: „Við hjá VÍS fögnum því að geta nú boðið víðtækar ferðatryggingar fyrir Léttkortið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“