Valur og Keflavík mætast í Bestu deild kvenna sunnudaginn 27. ágúst. Tveir norskir dómarar koma til með að dæma leikinn en Marit Skurdal og Helle Reiten koma til með að vera í dómarateyminu.
Marit verður dómari leiksins og Helle aðstoðardómari, einnig verður Bergrós Lilja Unudóttir aðstoðardómari og Reynir Ingi Finnsson 4. dómari.
Þátttaka norsku dómaranna er hluti af norrænu dómaraskiptaverkefni.