Chelsea hefur gengið frá kaupum á Deivid Washington frá Santos, hefur hann gert sjö ára samning við félagið.
Washington er 18 ára gamall framherji sem hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu sínu.
Sjö ára samningur er óvanalegur í fótboltanum en hjá Chelsea er það daglegt að brauð að leikmenn geri sjö til níu ára samning.
Washington getur spilað allar stöður fremst á vellinum en skrifað var undir alla pappíra í dag.
Washington hóf feril sinn með Gremio en fór árið 2016 til SAntos og hefur staðið sig vel þar.