Brandon Williams er genginn í raðir Ipswich á láni frá Manchester United. Félagið hefur svo möguleika á að kaupa hann að ári liðnu.
Williams er 22 ára gamall bakvörður sem er uppalinn hjá United. Honum hefur hins vegar ekki tekist að vinna sér inn sæti í aðalliðinu.
Þetta er í annað sinn sem hann fer á láni en hann var hjá Norwich á þarsíðustu leiktíð.
Ipswich spilar í ensku B-deildinni og hefur farið vel af stað, er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
✍️ We are delighted to announce the arrival of Brandon Williams on a season-long loan from @ManUtd.#itfc
— Ipswich Town (@IpswichTown) August 24, 2023