fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hvílir bölvun á þessu málverki? – Keypt og skilað tvisvar af dauðhræddu fólki

Fókus
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir spyrja sig hvort bölvun hvíli á málverki sem hefur verið til sölu í góðgerðaverslun í Hastings í Bretlandi.

Á stuttum tíma hafa tveir aðilar keypt málverkið og skilað því fljótlega því þeim þótti of hrollvekjandi að hafa það heima hjá sér. Báðir aðilarnir töluðu um að það væri eins og augu stúlkunnar á myndinni fylgdu þeim um herbergið. The Telegraph greinir frá málinu.

Það var miðaldra maður sem gaf versluninni málverkið sem síðan seldi það á 25 pund, eða um 4200 krónur.

Stuttu síðar kom viðskiptavinurinn aftur með málverkið og skilaði því, en krafðist ekki endurgreiðslu. Hann sagði að hann væri dauðhræddur við málverkið og vildi ekki hafa það lengur á heimilinu.

Steve, eigandi verslunarinnar, setti málverkið aftur í búðargluggann og auglýsti að það hvíldi hugsanlega bölvun á því. Markaðssetningin virkaði og var það keypt aftur, hins vegar var því fljótlega skilaðu aftur af konu sem „skalf af kvíða“ og sagðist aldrei vilja sjá þetta málverk aftur.

Málverkið var aftur sett í búðargluggann.

„Hún er komin aftur! Keypt tvisvar og skilað tvisvar. Ert þú nógu hugrakkur?“ skrifaði Steve í auglýsingu við málverkið.

Myndir af málverkinu hafa gengið eins og eldur í sinu um netheima. Eru augun að fylgja þér eftir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“