fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sonur Hugh Hefner sakar fjölskylduna um hræsni

Fókus
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marston Hefner, sonur Hugh Hefner, sakar fjölskyldu sína um hræsni.

Hugh Hefner var stofnandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann bjó í alræmdu Playboy-höllinni, en undanfarin ár hafa nokkrar fyrrverandi kærustur hans stigið fram og lýst hrylling sem átti sér stað innan veggja hallarinnar.

Marston er 33 ára og framleiðir efni fyrir OnlyFans. Það mætti halda að fjölskylda hans yrði stuðningsrík, þar sem auðæfi fjölskyldunnar koma frá framleiðslu og útgáfu af erótísku efni, en það er fjarri sannleikanum samkvæmt Marston. Hann segir að fjölskyldan líti hornauga á starf hans.

„Þú getur verið yfir fólki sem er nakið, en þú getur ekki verið manneskjan sem er nakin. Þú mátt borga kynlífsverkafólki en þú mátt ekki starfa við það,“ sagði hann í viðtali við The Messenger. „Þetta er algjört kjaftæði.“

„Nekt er eðlileg“

Marston útskýrði í viðtalinu að fyrir honum væri nekt náttúruleg og að alast upp í Playboy-höllini hafi mótað viðhorf hans um nekt.

Móðir hans er fyrrverandi Playboy-fyrirsætan Kimberley Conrad.

„Mamma mín sat fyrir Playboy. Ég skammaðist mín aldrei, ég meina, ég vildi ekki sjá hana nakta. En þetta var bara svo eðlilegt. Nekt er eðlileg. Þannig ólst ég upp,“ sagði hann.

Hann tók það fram að það væri greinarmunur á nekt og klámi. „Playboy er ekki klám, þó svo að fólk sé að rúnka sér yfir því, þá er það ekki það sama,“ sagði hann.

Marston heldur úti OnlyFans-síðu þar sem hann birtir, að eigin sögn, smekklegar nektarmyndir, en ekki gróft klámefni eða kynlífsatriði.

Marston og Anna.

Fjölskylda hans er andvíg ákvörðun hans um að vera á OnlyFans en eiginkona hans, Anna Lambropoulos, hefur reynt að vera stuðningsrík.

„Hún er ekki mjög ánægð með að ég sé á OnlyFans en það skiptir hana meira máli að ég elti drauma mína.“

Marston og Anna gengu í það heilaga árið 2022 og eignuðust sitt fyrsta barn í júlí 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum