Það er drama á bak við tjöldin hjá sádiarabíska félaginu Al Ittihad. Ósætti er á milli stjórans Nuno Espirito Santo og stjörnuleikmannsins Karim Benzema.
Benzema gekk í raðir Al Ittihad eftir glæstan 14 ára feril með Real Madrid í sumar. Hann skrifaði unidr þriggja ára risasamning.
Sádiarabíski miðillinn Al-Sharq Al-Awsat segir hins vegar að Nuno hafi nú tilkynnt stjórn Al Ittihad að hann eigi erfitt með að vinna með Benzema þar sem hann passi ekki inn í hugmyndafræði hans. Þá segir sagan að Nuno hafi aldrei beðið um að fá Benzema til liðs við sig.
Benzema er þá sagður ósáttur með ófagmannlega hegðun Nuno. Samkvæmt fréttum gæti það farið svo að Benzema fari þó það sé ólíklegri niðurstaða.
N’Golo Kante, Fabinho og Jota gengu einnig til liðs við Al Ittihad í sumar en sá síðastnefndi er líklega á förum strax.