Breiðablik mætir Struga frá Norður-Makedóníu í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er ytra. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, er brattur fyrir leik kvöldsins.
„Þetta er fallegt umhverfi og það er búið að taka vel á móti okkur, spennandi leikur framundan svo það er flott að vera hér,“ segir Höskuldur.
Hann segir að leikur kvöldsins verði allt annað en auðveldur og líklega mjög frábrugðinn þeim sem verður á Kópavogsvelli eftir viku.
„Þetta verður alltaf krefjandi leikur. Við erum búnir að greina þá vel og þetta er hörkulið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig. Við erum komnir með ágæta mynd á hvar þeir geta sært okkur og öfugt.
Þetta er ekki beint eitthvað teppi svo maður þarf að aðlagast því. Góð úrslit munu nást með baráttu og að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega aðeins öðruvísi leikur en á Kópavogsvelli.“
Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023