fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Albert Guðmundsson neitar allri sök

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 19:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson kveðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í samtali við DV fyrr í dag að sambandið hefði fengið ábendingu um að búið væri að kæra landsliðsmann í knattspyrnu fyrir kynferðisbrot.

Meira
Starfsfólki KSÍ tilkynnt í dag um meint kynferðisbrot Alberts

Samkvæmt heimildum DV er um að ræða Albert Guðmundsson, knattspyrnumann hjá Genoa. Kona hér á landi hefur lagt fram kæru til lögreglu vegna meints brots Alberts á Íslandi í sumar.

„Ég get staðfest að það kom ábending á okkar borð um kæru vegna kynferðisbrots landsliðsmanns,“ sagði Vanda í samtali við DV í dag en vildi ekki greina frá nafni leikmannsins.

Samkvæmt ítölskum miðlum ræddu stjórnendur Genoa við Albert í dag þar sem hann neitaði alfarið öllum ásökunum.

Samkvæmt reglum KSÍ má ekki velja leikmann í landsliðsverkefni á meðan mál sem þetta er á borði lögreglu.

Albert snéri aftur í íslenska landsliðið í sumar þegar Age Hareide tók við þjálfun liðsins en Albert hafði ekki verið í hópnum í heilt ár.

Albert er 26 ára gamall en hann var í byrjunarliði Genoa í leik í efstu deild á Ítalíu um liðna helgi. Albert hefur á ferli sínum leikið í Hollandi og nú á Ítalíu í átján mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn