fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Logi segir Kára ekki hafa þolað sig um tíma og að þeir hafi rifist reglulega – „Ótrúlegt að ég hafi náð að höndla þetta“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric mættu í hlaðvarpið Tveir á tvo og ræddu allt milli himins og jarðar. Logi var meðal annars spurður út í þá Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason, fyrrum liðsfélaga sína.

Logi er nýgenginn í raðir Stromsgodset í Noregi en Danijel er enn á mála hjá Víkingi. Kári og Sölvi eru goðsagnir hjá félaginu en þeir lögðu báðir skóna á hilluna eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2021.

„Þetta voru aðalkallarnir og menn tipluðu svolítið á tánum í kringum þá. Þeir voru ekkert að fela að þeir ættu klefann,“ segir Logi, sem lék með Kára og Sölva þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Logi segir að sem ungur leikmaður hafi hann ekki alltaf verið til í að hlusta á ráð reynsluboltanna.

„Ég fékk helvíti mikið að heyra það frá þeim á sínum tíma þegar maður nennti ekki að hlusta á þá.

Ég held að enginn leikmaður hafi farið meira í taugarnar á Kára en ég 2019. Þau voru ófá skiptin sem við rifumst. Það er ótrúlegt að ég hafi náð að höndla þetta en þetta gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag.“

Logi heldur áfram og segir að þegar allt komi til alls hafi Kári og Sölvi gert mikið fyrir sig.

„Ég ætla ekki að gefa þeim allan heiðurinn en án þeirra væri ég ekki sá leikmaður sem ég er í dag.“

Sölvi er í dag aðstoðarþjálfari Víkings en Kári er yfirmaður knattspyrnumála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta