Manchester City hefur lánað hinn efnilega Máximo Perrone til Las Palmas á Spáni.
Um er að ræða tvítugan miðjumann sem kom frá Velez Sarsfield í upphafi árs.
Það var ljóst að Perrone fengi ekki stórt hlutverk í liði Pep Guardiola á þessari leiktíð en hann er þó leikmaður fyrir framtíðina sem City bindur miklar vonir við.
Hann er lánaður út þessa leiktíð en Las Palmas hefur ekki kaupmöguleika að ári.
Las Palmas er nýliði í La Liga, efstu deild Spánar, og er með 1 stig eftir fyrstu tvo leiki sína.
Maximo Perrone has joined Spanish La Liga side UD Las Palmas on loan for the 2023/24 season.
More here 👇
— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023